Sérverkefni eru falin eftirfarandi sýslumannsembættum á landsvísu. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu



Yüklə 25,2 Kb.
tarix05.02.2018
ölçüsü25,2 Kb.
#24634

Sérverkefni eru falin eftirfarandi

sýslumannsembættum á landsvísu.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu

  • Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu annast veitingu leyfa til ættleiðinga sbr. 1. gr. laga nr. 130/1999 um ættleiðingar og reglugerð nr. 1264/2011 um veitingu leyfa til ættleiðingar.

  • Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu annast afgreiðslu nauðungarvistana sbr. breytingu á lögræðislögum nr. 71/1997.   Sjá nánar hér

Sýslumaðurinn á Vesturlandi

  • Allsherjarskrá um kaupmála, sbr. reglugerð nr. 1126/2006 um vistun allsherjarskrár um kaupmála.

  • Umsjón gjafsóknarmála.

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum

  • Álagning og innheimta vanrækslugjalds samkvæmt 38. gr. reglugerðar nr. 8//2009 um skoðun ökutækja.  Innheimtu vanrækslugjalds er sinnt í útibúinu í Bolungarvík.

  • Rekstur skönnunarmiðstöðvar á Ísafirði þar sem eldri þinglýst skjöl fyrir allt landið eru færð yfir á rafrænt form.

  • Umsjón með vef sýslumanna, www.syslumenn.is

 Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra

  • Sýslumaðurinn á Norðulandi vestra annast framkvæmd laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.Nálgast má leiðbeiningar um stofnun sjóða og stofnana hér.

  • Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra annast rekstur innheimtumiðstöðvar, sem sér um innheimtu eftirtalinna krafna:

  • Sektir og sakarkostnað

  •  Endurkröfur bóta sem ríkissjóður hefur greitt þolendum afbrota

  •  Endurkröfur vegna gjafsóknarmála

  •  Stjórnvaldssektir, févíti, dagsektir, sáttir og eftirlitsgjald Fjármálaeftirlitsins

  •  Kröfur sem Tryggingastofnun ríkisins hefur innt af hendi umfram rétt

  •  Endurkröfur vegna ofgreiðslna hjá Vinnumálastofnun

  •  Dagsektir Vinnueftirlits

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra

  • Rekstur skrifstofu bótanefndar skv. lögum nr. 69/1995 um greiðslu bóta til þolenda afbrota.
    Sjá nánar á vefnum.  netfang:  botanefnd@syslumenn.is

  • Umsjón verkefna sem sýslumanni eru falin skv. lögum nr. 47/2010 um sanngirnisbætur.  Sjá nánar um sanngirnisbætur.

  • Útgáfa leyfisbréfa til starfsréttinda héraðsdóms- og hæstaréttarlögmanna og önnur umsjón þeirra verkefna sem sýslumönnum eru falin á grundvelli laga nr. 77/1998 um lögmenn, sbr. lög nr. 145/2013. Sjá nánar um lögmenn

  • Skráning og eftirlit með skráðum trúfélögum og lífsskoðunarfélögum á grundvelli laga nr. 108/1999 um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög og reglugerðar 106/2014.

  • Ákvarðanir um kvaðaarf skv. 1. og 2. mgr. 50. gr. erfðalaga nr. 8/1962, sbr. reglugerð nr.  108/2014 um ákvarðanir varðandi kvaðabindingu arfs og niðurfellingu kvaðar.

  • Útgáfa leyfa til dreifingar á ösku látins manns utan kirkjugarðs, sbr. reglugerð nr. 104/2014 um breytingu áreglugerð nr. 203/2003.

  • Útgáfa leyfa til tilfærslu líka í kirkjugarði eða flutning þeirra í annan kirkjugarð eða í grafreit, sbr. reglugerð nr. 105/2014.

Sýslumaðurinn á Austurlandi

  • Viðurkenning á starfsréttindum iðnaðarmanna á evrópska efnahagssvæðinu.

  • Verkefni samkvæmt samstarfssamningi við embætti tollstjóra vegna afgreiðslu bílferjunnar Norrænu.

  • Innheimta fjallskilagjalda í Loðmundarfirði skv. ákvæðum laga nr. 40//1972 um sameiningu Borgarfjarðarhrepps og Loðmundarfjarðarhrepps í Norður-Múlasýslu í einn hrepp

Sýslumaðurinn á Suðurlandi

  • Útgáfa happdrættisleyfa, sbr. lög nr. 38/2005 um happdrætti.

  • Útgáfa leyfa til þeirra sem vilja reka útfararþjónustu.  Sjá nánar hér

  • Færsla bókhalds fyrir fjögur íslensk sendiráð.

  • Útgáfa Lögbirtingablaðsins.

  • Leyfi til opinberra fjársafnana samkvæmt lögum nr. 5/1977 um opinberar fjársafnanir og reglugerð.

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum

  • Löggilding skjalaþýðenda og dómtúlka samkvæmt reglugerð nr. 1122/2006 um löggildingu dómtúlka og skjalaþýðenda.  Netfang:  skjalathydendur@syslumenn.is .

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum

  • Afgreiðsla stefnubirtinga samkvæmt Haag-samningum um birtingar á réttarskjölum og utanréttarskjölum í einkamálum og verslunarmálum

  • Stefnubirtingar á grundvelli Norðurlandasamnings um gagnkvæma dómsmálaaðstoð frá 26. maí 1975

Yüklə 25,2 Kb.

Dostları ilə paylaş:




Verilənlər bazası müəlliflik hüququ ilə müdafiə olunur ©www.genderi.org 2024
rəhbərliyinə müraciət

    Ana səhifə